HVAÐ ER NÝTT – HVAÐ ER FRAMUNDAN?
Ráðstefna um breytingar á barnalögum, undirbúning og framkvæmd laganna
8. nóvember 2012
Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni (RÁS),Rannsóknastofnun um barna- og fjölskylduvernd (RBF) og innanríkisráðuneytið boðuðu til ofangreindrar ráðstefnu vegna nýsamþykktra breytinga á barnalögum, sem taka áttu gildi 1.janúar 2013.
Aðalfyrirlesarar voru þau: Hanne Söndergaard Jensen, félagsráðgjafi og sérfræðingur í málefnum skilnaðarbarna frá Danmörku og Mats Sjösten dómari frá Varbergs tingsrått í Svíþjóð. Katrin Koch sálfræðingur frá Noregi boðaði foföll.
Aðrir fyrirlesarar voru Hrefna Friðriksdóttir dósent og stjórnarformaður RÁS og dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor stjórnarmaður í RÁS. Stutt erindi fluttu María Gunnarsdóttir félagsráðgjafi, Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi, Eyrún Guðmundsdóttir deildarstjóri og Bjarni Stefánsson sýslumaður.
Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, flutti ávarp í upphafi ráðstefn-unnar, en ráðstefnustjóri var Guðmundur Steingrímsson alþingismaður. Í lokin voru pallborðsumræður en í þeim tóku þátt fimm sérfræðingar í barna- og fjölskyldurétti. Þessi ráðstefna var hugsuð sem fyrsta skrefið að undirbúningi að gildistöku nýrra laga um breytingu á barnalögum
Ráðstefna um meðferð kynferðisbrota
20. janúar 2012
Af hálfu innanríkisráðuneytisins, Lagadeildar HÍ, RÁS og Evrópuráðsins var boðað til ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi, hinn 20. janúar 2012. Fjöldi innlendra og erlendra sérfræðinga flutti þar erindi, en markmið ráðstefnunnar var að leiða saman sjónarmið fræðasamfélagsins, refsivörslukerfisins og frjálsra félagasamtaka.
Ráðstefnan var í þremur hlutum. Í fyrsta hluta var fjallað um kynferðisbrot gegn börnum í tengslum við sáttmála Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun. Í öðrum hlutanum var fjallað um meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu út frá þverfaglegu sjónarhorni. Í þriðja hluta var boðið upp á þrjár málstofur með aðkomu fræðimanna,lögreglu, saksóknara, dómara,lögmanna og frjálsra félagasamtaka.Hrefna Friðriksdóttir dósent og formaður stjórnar RÁS var með erindi í málstofu1:Samspil barnaverndar-kerfisins og refsivörslukerfisins, ásamt fleiri fyrirlesurum.
Frétt um ráðstefnuna af vef innanríkisráðuneytisins
Samræða um fjölskyldumálefni
17. september 2010
Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni
býður til
SAMRÆÐU
háskólanema og fræðimanna innan Háskóla Íslands
UM FJÖLSKYLDUMÁLEFNI,
föstudaginn 17. september 2010, kl. 13.00-16.00, í Miðjunni, Háskólabíói
Dagskrá:
Hugleiðing um fjölskyldumálefni frá mismunandi sjónarhornum.
(Brýnustu verkefni innan hvers sviðs/deildar í fjölskyldumálum - spurningu varpað fram í lokin)
Heilbrigðisvísindasvið: Sigurður Guðmundsson sviðsforseti,
Hugvísindasvið: Sólveig Anna Bóasdóttir, forseti Guðfræði- og trúarbragða-fræðideildar,
Menntavísindasvið: Jón Torfi Jónasson sviðsforseti,
Félagsráðgjafardeild: Guðný Eydal deildarforseti
Lagadeild: Róbert Spanó deildarforseti.
Hringborðsumræður; þátttakendur 50 háskólanemar. Umræðurstjórar; stjórnarmenn RÁS: Erla Kolbrún Svavarsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Hrefna Friðriksdóttir, Sigrún Júlíusdóttir og Vilhjálmur Árnason. (Fyrir liggja 5 spurningar, sem varpað verður fram í tengslum við ofangreindar hugleiðingar, og allir þátttakendur tjá sig um). Skrásetjari tekur saman helstu niðurstöður á hverju borði.
Niðurstöður og almennar umræður; hver skrásetjari gerir stuttlega grein fyrir niðurstöðum á „sínu borði“ og almennar umræður fylgja í kjölfarið.
Lokaorð; Hrefna Friðriksdóttir stjórnarformaður RÁS.
Fundarstjóri; Þórhildur Líndal, forstöðumaður RÁS.
Markmið:
Að finna samhljóm milli fulltrúa unga fjölskyldufólksins í HÍ og og fræðimanna, sem starfa innan HÍ, svo rannsóknir leiði til úrbóta fyrir íslenskt samfélag í þágu fjölskyldunnar.
RÁS fékk Olgu Björt Þórðardóttur, háskólanema, sem var einn þátttaenda í hringborðssamræðunni, til að taka saman helstu niðurstöður hópanna fimm.