Skóli fyrir alla- fá allir að njóta sín?

Fundur á vegum Rannsóknastofnunnar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni verður haldinn miðvikudaginn 6.apríl kl. 12.15 til 13.15 í Lögbergi stofu 101

,,Skóli fyrir alla" eða skóli án aðgreiningar hefur verið leiðarljós í íslensku skólastarfi undanfarin ár. Með lögum nr. 91/2008 um grunnskóla var þessi meginstefna lögfest. Á málstofunni, sem Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr boðar til , verður farið yfir alþjóðlega mannréttindasamninga, s.s. samning SÞ um réttindi fólks með fötlun og Barnasáttmálann, rýnt í hina opinberu skólastefnu og framkvæmd hennar skoðuð.

Frummælendur verða:

Brynhildur Flóvenz, dósent við lagadeild Háskóla Íslands

Anna Kristín Sigurðardóttir, lektor í skólaþróun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Haraldur Finnsson, fyrrverandi skólastjóri

Að loknum framsöguerindum verður boðið upp á fyrirspurnir og umræður.

Fundarstjóri: Þórhildur Líndal, forstöðumaður Rannsóknastofnunnar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is