Innanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrsluna: Ættleiðingar á Íslandi - í þágu hagsmuna barns

Á  síðasta ári var gerður samningur milli Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og ráðuneytisins um gerð þessarar skýrslu. Stofnunin fól Hrefnu Friðriksdóttur dósent við lagadeild Háskóla Íslands að vinna verkið, en því lauk um síðustu áramót. Innanríkisráðuneytið boðaði til fundar 16. mars sl. þar sem skýrslan var kynnt. Hrefna Friðriksdóttir höfundur skýrslunnar fór þar yfir stöðu og framkvæmd ættleiðingarmála, en auk hennar töluðu á fundinum Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar og Snjólaug Elín Sigurðardóttir MA nemi og kjörforeldri.

Á fundinum sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, að ýmsar ábendingar sem fram kæmu í skýrslunni, væru gagnlegar og myndu nýtast við endurmat á skipan ættleiðingarmála hér á landi. Þá sagði hann ætlunina að endurskoða löggjöf um ættleiðingar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is