Heiðursrit - Ármann Snævarr 1919-2010

Hinn 15. febrúar 2011 þegar eitt ár var liðið frá andláti dr. juris Ármanns Snævarr kom út á vegum Rannsókna-stofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni við Háskóla Íslands og Bókaútgáfunnar Codex ofangreint rit, sem ætlað er að heiðra minningu hins látna.

Í ritinu er að finna 22 fræðigreinar eftir 25 höfunda, sem allar fjalla á einn eða annan hátt um málefni fjölskyldunnar.  Af þessum 25 höfundum eru 16 lögfræðingar, þar af fjórir norrænir, og níu aðrir sérfræðingar á sviði félagsvísinda, heilbrigðisvísinda, hugvísinda og menntavísinda við Háskóla Íslands.  Af þessum 22 greinum eru 10 þeirra ritrýndar að að ósk höfunda.

Auk fræðigreinanna hefur ritið að geyma formála Þórhildar Líndal forstöðumanns Rannsóknastofnunarinnar, æviágrip Ármanns heitins og minningarorð dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar, kveðjur frá innanríkisráðherra, Hæstarétti Íslands og Háskóla Íslands að viðbættri höfundaskrá, ritaskrá Ármanns og Tabula in Honorem.  Ritið er 505 bls. að stærð og er til sölu í Bóksölu stúdenta, bóksölu Úlfljóts og bókaverslunum Eymundsson.

Nánari upplýsingar um ritið

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is